Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Einleikir og áhorfandinn

Það væri vel hægt að ímynda sér að áhorfandinn fengi minna fyrir peninginn þegar hann fer á einleik, en því er öðru nær.  Áður en ég fór fyrst á einleik hélt ég satt að segja að þetta væri á einhvern hátt einfaldari, minni eða ekki eins góð upplifun og hefðbundið leikhús.  Þetta var kolrangt. Upplifun mín var þvert á móti stærri, flóknari og betri ef eitthvað er.  Mér fannst myndast svo sérstakt samband milli mín og leikarans, eins og hann væri leika bara fyrir mig.  Stundum varð ég hálf feimin og fannst eins og þessi leikari væri full frakkur og hreinskilin að ausa svona úr sér án þess að blygðast sín nokkuð.  En eftir á reikaði hugurinn og þá gat ég ekki annað en dáðst að hugvitseminni í útfærslum á leikmynd og leikstjórn, því leikarinn þarf á örskotstundu að skipta um persónu. Talar  látlaust við sjálfan sig eða steinþegir, á sama tíma og maður fær á tilfinninguna að hann sé tvær manneskjur eða fleiri. Mér fannst eins og þú hafið orðið vitni af einhverju alveg einstöku og læt einleiki ekki fram hjá mér fara lengur.

Matthildur Helga og Jónudóttir
áhorfandi