LITLA ACT ALONE var haldin með einstakri gleði og krafti 9. - 13. maí. Þessi krúttlega hátíð hefur komið í stað stóra Actsins sem hefur fallið niður síðustu tvð ár. Á Litla Acti er öllum leik- og grunnskólabörnum á Vestfjörðum boðið ókeypis í leikhús. Alls voru 16 sýningar sýndar fyrir skóla á Vestfjörðum um alla Vestfirði. Sýningar ársins voru Lalli og Töframaðuirnn, Sól á Vestfjörðum, Mikilvæg mistök og Ef ég væri tigrisdýr.
Aðalstyrktaraðili okkar er Uppbyggingasjóður Vestfjarða.