Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act alone 9. – 11. ágúst 2018

Hin einstaka Act alone leiklistarhátíð verður haldin 9. - 11. ágúst 2018 á Suðureyri. Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin sem er náttúrulega alveg einleikið. Enda er Act alone helguð einleikjum og á engan sinn líkan hér á landi. Aðgangur að öllum viðburðum Act alone er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi. Þökk sé okkar einstöku styrktaraðilum. Á Act alone er boðið uppá það besta í heimi einleiksins hverju sinni. Sértu velkomin á Act alone því það kostar ekkert. Kynntu þér dagskrá ársins hér á síðunni og sjáumst svo á Actinu.