Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act alone 8. - 10. ágúst 2019

Hin árlega og einstaka Act alone verður haldin 8. - 10. ágúst 2019 á Suðureyri. Er þetta 16 árið í röð sem hátíðin er haldin og er það vitanlega bara einleikið. Act alone er helguð einleikjum og eins manns listinni á öllum sviðum. Það má því segja að Act alone sé hátíð eins manns senunnar í listinni hér á landi. Margt fleira einstakt er við Act alone því ókeypis er á alla viðburði og þannig hefur það varið allt frá upphafi. Þökk sé okkar einstöku styrktaraðilum. Á Act alone er boðið uppá það besta í heimi einleiksins hverju sinni. Sértu velkomin á Act alone því það kostar ekkert. Sjáumst í einleikjaþorpinu Suðureyri.