Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
þriðjudagurinn 18. desember 2018 | Elfar Logi Hannesson

Uppbyggingasjóður Vestfjarða og Landsbankinn styrkja Act alone

Frá afhendingu Samfélagsstyrks Landsbankans til handa Act alone
Frá afhendingu Samfélagsstyrks Landsbankans til handa Act alone

Þær dásamlegu fréttir bárust nú í lokamánuði þessa einstaka árs að Act alone fékk tvo rausnarlega styrki. Fyrst skal nefna styrk frá Uppbyggingasjóði Vestfjarða uppá tvær milljónir króna. Það eru engar ýkjur að segja að sjóðurinn hefur haft trú á Actinu allt frá stofnum sjóðsins og erum við einlæglega þakklát fyrir það. Uppbyggingasjóður Vestfjarða er eitt af því albesta sem gjörst hefur á Vestfjörðum enda sést það best á því hve myndarlega listin dafnar fyrir vestan í dag. 

Í dag, 18. desember, vorum við síðan að fá hálfa milljón í styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Gaman er að geta þess að Landsbankinn er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur styrkt Act alone frá upphafi eða síðan 2004. Geta skal þess sem vel er gjört. Landsbankinn er sannlega banki allra landsmanna.

Einlægar þakkir við færum Uppbyggingasjóði Vestfjarða og Landsbankanum. Það er einstakt að eiga svo góða að. 

 

« Til baka