Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
þriðjudagurinn 7. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Súperpassi

Einsog alþjóð veit þá er frítt á alla viðburði á Act alone. En eitthvað verður maður jú að eta. Fisherman á Suðureyri bíður nú uppá frábæra lausn í þeim málum. Súperpassi sem inniheldur hvorki meira né minna en tvo hádegisverði, tvo kvöldverði og tvo Carlsberg. Allt þetta fyrir aðeins 5.900.- kr. Það er nú bara einleikið. En rétt er að vera snöggur að panta. Súperpassinn er eingöngu til sölu í gestamótöku Fisherman hótel á Suðureyri. Hægt er að panta í síma 450 9000 og mikilvægt að gera það strax í dag því Súperpassinn verður aðeins til sölu til hádegis á föstudag. Maturinn verður framreiddur á Sjöstjörnu í hátíðartjaldi Act alone.

« Til baka