Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
mánudagurinn 6. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Stjörnurnar verða á Sjöstjörnu

Runnin er upp einleikin vika. Act alone leiklistarhátíðin verður haldin núna um helgina dagana 9. - 12. ágúst á Suðureyri. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla og ekki skemmir fyrir að það er frítt á allt á Act alone. Lokaundirbúningur stendur nú yfir í einleikjaþorpinu Suðureyri. Aðalbækistöðvar Act alone verða á hinni frábæru Sjöstjörnu. Þar verður slegið upp tjaldi þar sem verður hægt að gæða sér á einleiknum veitingum alla helgina. En gaman er að geta þess að sérstakur súperpassi verður til sölu á hátíðinni þar sem hægt er að kaupa veitingar alla Act alone helgina á hlægilegu verði. Sjöstjarna er tún í hjarta Suðureyrar og þar gerast sannarlega ævintýrin. Eitt er víst Sjöstjarna verður stjörnumprídd alla Act alone helgina.

« Til baka