Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
mánudagurinn 12. ágúst 2019 | Elfar Logi Hannesson

Stærsta Actið frá upphafi

Fullt hús
Fullt hús

Þá er hátíðinni Act Alone árið 2019 lokið. Hátíðin í ár var sú stærsta og viðamest til þessa, boðið var uppá 33 viðburði fyrir alla aldurshópa og hefur fjölbreytnin sjaldan verðið jafn mikil. Boðið var uppá fjölmarga einleiki, þrenna tónleika, trúðaleiki, uppistand frá nýlega kosnum fyndnasta manni vestfjarða, myndlistar- og hönnunarsýningar og mætti Náttúrubarnaskólinn vinsæli á Ströndum á staðinn og gengu börn og fullorðnir þar saman um Suðureyri og skoðuðu og fræddust um fallega náttúrú staðarins. Á laugardeginum var vegleg dagskrá fyrir börnin sem fjölmennt var á. Mikið var hlegið á trúðaskemmtununum og fylgdust börnin dáleidd á sýningunni um Dimmalimm.

Þriðja árið í röð var listamaður Ísafjarðarbæjar tilkynntur á hátíðinni og var það teiknarinn og myndlistarmaðurinn Ómar Smári Kristinsson sem útnefdur var þetta árið fyrir ómetanlegt framlag hans til listalífs Ísafjarðar bæjar. Fjölmennt var á viðburði ársins sem sýndir voru bæði í félagsheimilinu á Suðureyri og í Þurkverinu svokallaða. Fullt var útúr dyrum á lokaviðburð hátíðinar þar sem Magnús Þór Sigmundsson skemmti með sinni fallegu tónlist.

Við þökkum hátíðar gestum kærlega fyrir okkur og sjáumst aftur að ári á Act Alone 2020 sem haldin verður þann 7.-9. ágúst og er þegar byrjað að bóka listamenn fyrir næstu hátíð.

« Til baka