Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
laugardagurinn 28. júlí 2012 | Elfar Logi Hannesson

Einstök dagskrá og frítt inn á allt

Dagskrá Act alone 2012 er sérlega glæsileg og freistandi fyrir alla. Hátíðin hefur nú flutt sig yfir fjörðu í Súgandafjörð og víst er að þar gerast ævintýrin. Act alone verður haldin dagna 9. - 12. ágúst þar sem boðið verður upp á um 20 viðburði og þó það hljómi einsog lygasaga þá er hún það ekki en það er frítt inná alla viðburði Act alone. Dagskráin er nú aðgengileg hér á heimasíðunni og sjaldan hefur  hátíðin verið jafn einleikin og nú. Boðið verður uppá einleikna veislu alla helgina sem hefst með Fiskiveislu á Sjöstjörnunni á Súganda og síðan tekur hver viðburðurinn við af öðrum. Meðal listamanna sem koma fram á Act alone í ár má nefna Árna Pétur Guðjónsson, Ársæl Níelsson, Steinunni Ketilsdóttur, Svavar Knút og Valgeir Guðjónsson. Verið velkomin í einleikjaþorpið Suðureyri á Act alone 9. - 12. ágúst. 

« Til baka