Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
fimmtudagurinn 29. ágúst 2019 | Elfar Logi Hannesson

Einleikjabúðir Act alone

Einleikjabúðir Actsins verða á Þingeyri
Einleikjabúðir Actsins verða á Þingeyri

Einleikjabúðir Act alone í samstarfi við Blábankann á Þingeyri
1. – 3. nóvember 2019 á Þingeyri
Kennarar: Elfar Logi Hannesson, einleikari og stofnandi Act alone, og Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri.
Verð aðeins: 30.000.- krónur
Skráning: info@blabankinn.is
Ekkert mál að útvega gistingu á góðum prís á Þingeyri fyrir þá sem þess óska.

Hver þátttakandi kemur með 5 mín. einræðu sem unnið verður með í búðunum. Farið verður í helstu grunnþætti leikarans í einleik og ýmsar æfingar sem og fjölbreyttar spunaæfingar. Ein-stakir fyrirlestrar verða um sögu einleiksins bæði hér heima og erlendis. Farið verður yfir hvar megi finna efni til einleiksgerðar og rætt um hinar mörgu tegundir einleiksins.
Í lok búðanna verða einræðu verkefni smiðjunnar sýnd fyrir íbúa Þingeyrar. Þar munu áhorfendur jafnframt kjósa sína uppáhalds einræðu. Einræðan sem flest atkvæði hlýtur verður sýnd á Act alone 2020.
Smiðjan er opin bæði áhuga- sem atvinnufólki.

« Til baka