Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
miðvikudagurinn 6. mars 2013 | Elfar Logi Hannesson

Act alone tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Stór merkileg tíðindi hafa borist í hús. Leiklistarhátíðin Act alone er tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin hefur verið afhend árlega síðustu ár fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Þrjú framúrskarandi verkefni landsbyggðarinnar eru tilnefnd hverju sinni. Ásamt Act alone eru menningarverkefninin Eistnaflug og Skaftfell tilnfend til Eyrarrósarinnar árið 2013. Eyrarrósin verður afhend þriðjudaginn 12. mars í Hofi á Akureyri. 

Aðstandendur Act alone eru auðvitað í skýjunum með þessa tilnefningu til Eyrarrósarinnar. Öll þurfum við klapp á bakið og finnst það voða gott. Í gegnum tíðina höfum við fengið mörg klöpp á bakið og þetta klapp þykir okkur sérlega vænt um. Það er líka sérlega ánægjulegt að fá þessa tilnefningu nú í ár þar sem stór tímamót eru í sögu Act alone. Í ár verður nefnilega tíunda Act alone hátíðin haldin hátíðleg. Act alone 2013 verður haldin dagana 8. - 11. ágúst á Suðureyri. Þó enn sé langt í hátíð þá erum við löngu byrjuð að undirbúa hátíðina. 

« Til baka