Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
föstudagurinn 3. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Act alone bolir komnir í hús

Líkt og síðustu ár er gerður sérstakur bolur fyrir Act alone í ár. Litur ársins er rauður sem á sérlega vel við þar sem liturinn er mjög áberandi í leikhúsheiminum. Nægir þar að nefna leikhústjöldin gömlu góðu sem eru oftar en ekki rauð. Act alone bolirnir eru til styrktarhátíðinni og eru þegar komnir í sölu á Fisherman á Suðureyri. Einnig er hægt að panta boli í gegnum netfangið komedia@komedia.is Act alone bolirnir verða að sjálfsögðu til sölu á hátíðinni þ.e. ef þeir seljast ekki upp í forsölunni. Vertu einleikin/n og fáðu þér Act alone bol. 

« Til baka