Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
föstudagurinn 12. júlí 2019 | Elfar Logi Hannesson

16 og þú skalt sjá mig.......

Ein stök dagskrá og allt ókeypis
Ein stök dagskrá og allt ókeypis

Act alone er nú orðinn táningur. Heilla 16 ára sem gerir okkur að langelstu leiklistarhátíð landsins. Við erum líka alvestfirsk erum einsog Gísli Súrsson förum ekkert útfyrir Vestfirðina. Byrjuðum á Ísafirði árið 2004 en fluttum búferlum í næsta fjörð árið 2012 í sjávarþorpið Suðureyri. Sem gárungarnir nefna í dag einleikjaþorpið. Það þótti því við hæfi að hafa fyrirsögn þessa greinakorns vestfirska, 16 og þú skalt sjá mig í bíó. Sem er einsog glöggir lesendur hafa líkalega löngu fattað tilvitnun í vinsælt dægurlag eftir vestfirsku sveitina Grafík. 

Það eru samt engir táningasælar í Actinu heldur ber hún aldurinn einsog hæfir og bara stækkar einsog hver annar táningur. Aldrei áður hefur dagskrá Actsins verið jafn vegleg og í ár. Yfir 30 viðburðir og það á þremur dögum. Það hafa líka aldrei áður borist jafn margar umsóknir frá listamönnum bæði innlendum sem erlendum og núna í ár. Dagskráin er jafn fjölbreytt og hún er vegleg. Leiksýningar, tónleikar, uppistand og allt. Dagskrána er hægt að kynna sér hér á heimasíðunni. 

Síðast en ekki síst þó engar stór fréttir. EN ÞAÐ ER ÓKEYPIS Á ACT ALONE. Einsog verið hefur frá upphafi. Þökk sé okkar ein stöku styrktaraðilum. 

Velkomin á Actið 8. - 10. ágúst 2019 á Suðureyri. 

« Til baka